Jólaviðtalið – Skúli Pálsson

Skúli Pálsson er íbúi í Ólafsfirði, fæddur árið 1944. Hann er maður sem allir þekkja í Ólafsfirði, enda gert mikið fyrir bæinn.   Hann hefur síðustu ár haldið úti vefmyndavélum í Ólafsfirði á síðunni Tindaöxl.com. Þá hefur hann verið varamaður í Öldungaráði Fjallabyggðar. Í kringum árið 1990 var hann umboðsmaður fyrir Stöð 2 í Ólafsfirði og dreifði erlendum rásum í gegnum kapalkerfi, en hann átti á þessum tíma fyrirtækið Video-skann og tók um mikið myndefni í Ólafsfirði. Hann var með um 120 áskrifendur á þessu tímabili, og dreifði rásum eins og Sky-one, Sky-movies og Eurosport. Tók hann merkið niður með gervihnetti og dreifði svo um kapalkerfi bæjarins. Skúli var frumkvöðull í sjónvarpsmálum í Ólafsfirði.  Árið 1988 gekk Skúli í öll hús í Ólafsfirði og safnaði undirskriftum fyrir gerð jarðganga í gegnum Ólafsfjarðarmúla, listinn var síðar færður Þorsteini Páls, þáverandi forsætisráðherra. Múlagöng voru svo tekin í notkun í desember 1990. Við fengum Skúla til að svara nokkrum spurningum um hans jólahefðir.

Jólaviðtal

1. Hvað finnst þér best við jólin?  Að vera heima í rólegheitum.
2. Hvað kemur þér í jólaskap?  Lyktin af hangikjöti.
3. Hvað borðar þú á jólunum?   Svínakótelettur í raspi steiktar á rafmagns pönnu.
4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót?  Horfa á Guðrúnu mína púsla, á orðið erfitt með það.
5. Ferðu í kirkju um jólin?  Nei, enn við Guðrún mín horfum á messuna kl. 18:00.
6. Hvernig jólatré ertu með?   Við eigum 50 sentimetra hátt tré sem er reyndar byggt úr járnherðatrjám og það er vafið með grænu greni og rauðri seríu.
7. Ferðu á brennu um áramótin?  Nei-við horfum á bíómynd heima.
Mynd: Morgunblaðið, 1990.