Jólaviðtalið er nýr liður hér á síðunni, en nú skömmu fyrir jól hafði ég samband við nokkra viðmælendur í Fjallabyggð. Nokkur jólaviðtöl munu birtast hér á síðunni næstu daga. Fyrsta jólaviðtalið er við Oddgeir Reynisson, útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð.  Í jólaviðtalinu verða spurðar nokkrar spurningar sem snúa að jólunum.

Oddgeir er viðskiptafræðingur að mennt.  Á árunum1995-2001 var Oddgeir fjármálastjóri hjá Nesskipum.  Hann starfaði í átta ár sem rekstrarstjóri hjá NOVA og árunum 2001-2007, sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Emblu, Medcare og Flögu. Hann hóf störf hjá Arion banka í Fjallabyggð árið 2015.

Jólaviðtal

  1.  Hvað finnst þér best við jólin? Að vera í rólegheitum með fjölskyldunni og hitta stórfjölskylduna.
  2.  Hvað kemur þér í jólaskap? Að heyra gott jólalag og pakka inn pökkum.
  3.  Hvað borðar þú á jólunum?  Yfirleitt hamborgarahrygg, verð með rjúpu í forrétt núna og vonandi gæs sem mér finnst besti matur sem ég fæ.
  4.  Ferðu í kirkju um jólin? Já yfirleitt kl. 18:00 á aðfangadag.
  5.  Hvernig jólatré ertu með? Gervi jólatré.
  6.  Ferðu á brennu um áramótin? Já, ómissandi um áramótin.