Jólaviðtalið – Kristín Sigurjónsdóttir
Kristín Sigurjónsdóttir er íbúi á Siglufirði og við heyrðum í henni skömmu fyrir jólin til að fá að vita um hennar jólahefðir. Kristín er fædd og uppalin á Siglufirði og hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun. Kristín stofnaði nýlega fyrirtækið KS-Art Photography og tekur þar fjölbreyttar ljósmyndir af viðskiptavinum. Kristín lærði listljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga síðustu árin á Tröllaskaga og í Reykjavík. Kristín hefur einnig verið formaður Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar.
- Hvað finnst þér best við jólin? Rólegheitin.
- Hvað kemur þér í jólaskap? Að kúra með elskunni minni og horfa á væmna jólamynd.
- Hvað borðar þú á jólunum? Aspassúpu eins og mamma gerir, hamborgarahrygg og jólaís.
- Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót? Facetæma á börn og barnabörn.
- Ferðu í kirkju um jólin? Já, það er ómissandi að taka þátt í helgihaldinu í Siglufjarðarkirkju.
- Hvernig jólatré ertu með? Postulínstré sem mamma bjó til.
- Ferðu á brennu um áramótin? Já, með myndavélina.