Jólaviðtalið – Jón Hrólfur Baldursson
Jón Hrólfur Baldursson var í jólaviðtali hjá okkur í desember. Hrólfur, eins og hann er kallaður starfar sem rakari á Siglufirði og einnig bareigandi. Hann rekur Hrímni Hár- og skeggstofuna á Siglufirði og Kvelduúlf bjór & bús. Hrólfur er uppalinn á Siglufirði en flutti til höfuðborgarinnar 19 ára gamall til að læra að verða rakari. Hann stofnaði síðar Hárgreiðslustofuna Rebel í Kópavogi. Kona Hrólfs er Ólöf Kristín og eiga þau þrjár stelpur. Þau fluttu aftur til Siglufjarðar árið 2013 eftir 17 ár fyrir sunnan og var það uppbyggingin og mannlífið á Siglufirði sem togaði í þau.
Fleiri jólaviðtöl við íbúa í Fjallabyggð má lesa hér á síðunni.
Jólaviðtal – Jón Hrólfur Baldursson
Ertu mikið jólabarn?
Ađ vissu leyti er ég mikiđ jólabarn en ađventan og aðdragandi jólanna eru kannski ekki í neinu stórkostlegu uppáhaldi hjá mér þannig séð. En kjéllingarnar mínar fjórar eru jólaóðar og hún Ólöf mín breytist ì ,,Jólöfu” á ađventunni þannig ađ ég er ađeins ađ reyna ađ taka mig á í því ađ vera ekki međ mjög mikinn jóla pirring og humbúkk á ađventunni. Ég meira ađ segja setti upp jólaseríu á rakarastofunni öđrum en mér til yndisauka og gleđi. Þađ hefur fjöldi manns dáđst ađ jólaskreitingunni í ár eins og árin à undan. Þađ er alltaf gaman ađ jóla gleđja ađra à ađventunni. Heimilisfólkiđ kallar mig reyndar ansi oft Grinch à ađventunni og væntanlega er eitthvađ sannleikskorn í því.
Hver er uppáhaldsjólaminning þín?
Flestallar minningar sem mađur hefur átt međ fjölskyldunni eru dásamlegar minningar og margar í uppáhaldi. Sumar minningar verđa svo ljúfsárar þegar mađur hugsar til þeirra sem hafa kvatt okkur og eru farnir áfram. Semsagt allar jólaminningar međ fjölskyldu, ættingjum og vinum eru í uppáhaldi.
Hvað er ómissandi á jólunum? Góđur matur, samverustund međ fjölskyldu, vinum og ættingjum, sjónvarpsgláp, afslöppun og gleđin hjá öllum, sérstaklega börnunum er náttúrulega ómissandi.
Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaskapiđ hjá mèr kemur međ skötunni á Þorláksmessu.
Hvaða jólalag er í uppáhaldi hjá þér? Ætli þađ séu ekki bara þrjú mjög ólík jólalög í miklu uppáhaldi. Kósíheit par excellence međ Baggalúti og O helga natt međ Jusse Bjørling og Snjókorn falla međ Ladda held ég allavega upp á. Nýlega heyrði ég svo ,,Fyrir jól” međ Valdimar sem er alveg hreint meiriháttar flott. Valdimar er náttúrulega bara einn besti söngvari á Íslandi í dag. Svo er ,,Nóttin var sú ágæt ein” međ Dikta mjög flott. Öll jólaplatan White Christmas međ Bing Crosby er öll í miklu uppáhaldi og er mikiđ spiluđ. Eiginlega gæti ég spilađ hana allt áriđ þó svo ađ ég kunni ađ hemja mig í því í 11 og hálfan mánuđ.
Hvenær fer jólatréð upp á þínu heimili? Jólatréð fór alltaf upp á Þorláksmessu þegar ég var ađ alast upp í foreldrahúsum en í dag eru dæturnar og Jólöf ađ setja tréiđ upp annan eđa þriđja sunnudag í ađventu sem er alveg jafn gott og þær eru ánægđar međ þađ.
Ferðu í kirkju um jólin eða heimsækir þú kirkjugarðinn?
Dömurnar á heimilinu hafa fariđ í kirkju á ađfangadag á međan er ég heima ađ elda og þá yfirleitt međ útvarpsmessuna á. Þegar útvarpsmessan byrjar eru jòlin eiginlega komin. Viđ höfum svo öll fariđ ì messuna á jóladag, sem er mjög þægileg stund. En ég fer líka í kirkjugarðinn yfir jólin.
Hvaða jólahefð má aldrei rjúfa? Ég held ađ ég hafi ekki veriđ fastur í neinni hefđ þannig séđ um jólin nema þá ađ ég vil vera heima hjá mér um jólin. Ađ fara í kirkjugarðinn yfir hátíðina er jú órjúfanleg hefđ.
Reyndar núna síđustu 5-6 ár er ég búinn ađ búa til ansi hressilega hefđ fyrir stúlkurnar mínar og er hún einhvernvegin áþessa leiđ.
Þegar ég kem heim rétt eftir hádegi á Þorláksmessu ilmandi af skötulykt og dömurnar fussandi, sveijandi, bölvandi og ragnandi allar í kór yfir lyktinni og allra skemmtilegasta hefđin í því er þegar Ólöf rekur mig út á hlađ eiginlega viđstöđulaust eftir ađ ég kem heim til ađ fara úr skötufötunum og heimtar ađ ég skilji fötin eftir úti fram á nýja áriđ. Þađ er samt eiginlega líka orđin hefđ ađ ég elti hana Ólöfu um allt hús og reyni ađ kyssa hana henni til ómældrar gleđi og ánægju um leiđ og ég kem heim úr skötunni. Þađ er alveg ótrúlegt hvađ svona rólyndis manneskja eins og hún er nær æsa sig mikiđ upp í þeirri jólahefð. Hún hleypur um allt á undan mér gólandi. Sem ég held ađ henni finnist bara rosalega skemmtilegt. En þegar þetta gerist eru jólin eiginlega bara næstum því komin. En ég trúi þvì ađ henni Ólöfu og stúlkunum líki þetta þó hún og þær vilji ekki viđurkenna þađ.
Verslar þú jólagjafir í heimabyggð, Akureyri, Reykjavík eða netinu?
Viđ reynum eftir fremsta megni ađ versla í heimabyggð, ef þađ sem mann vantar er ekki til hér heima er þađ líklega netiđ eđa ættingjar einhverstađar ađ redda manni. Annars sér hún Jólöf ađallega um þessi mál og ég svitna viđ þađ alla ađventuna ađ finna eitthvađ handa J-Ólöfu í jólagjöf. Þađ er erfitt tímabil.
Horfir þú á einhverja sérstaka jólamynd til að komast í jólaskap? Jájá, þađ held ég. Christmas Vacation, Home Alone 1 & 2, Grinch og Scrooge(Christmas Carol) verđa oft fyrir valinu.
Hvað borðar þú á jólunum?
Á ađfangadag erum viđ bæđi međ kalkún og hrygg međ öllu því međlæti sem hugsast getur og nóg af því og svo örlítiđ meira. Afgangarnir af jólamatnum eru svo eitt af því besta yfir hátíđirnar. Hangikjötiđ og tartalettur međ baunasalati hjá mömmu á jóladag er svo algjörlega ómissandi og besta hangikjöt sem ég fæ. Svo er Humarsúpa á gamlárs, nýbakađ brauđ, gæs og önd jafnvel. Og væntanlega einhverskonar paté, lax og allskonar á nýársdag alltaf hrikalega gott.