Jólaviðtalið – Gunnar Smári Helgason

Jólaviðtal við Gunnar Smára Helgason íbúa á Siglufirði. Gunnar hefur búið á Siglufirði frá árinu 2006, er fæddur á Hvammstanga en faðir hans var fæddur á Siglufirði og átti ættir að rekja til Héðinsfjarðar. Gunnar hefur starfaði lengi við upptökur og hljóðritun í Hljóðrita, elsta hljóðveri Íslands. Þar tók hann upp og mixaði lög fyrir Björgvin Halldórsson, Bubba og fleiri stjörnur. Þá starfaði hann sem tæknistjóri hjá Bylgjunni í nokkur ár og sem kennari í hljóðvinnslu í Tónskóla Fjallabyggðar. Gunnar rekur núna FM Trölla, útvarp í Fjallabyggð og starfar við vefforritun.

Jólaviðtal

  1. Hvað finnst þér best við jólin?  Þá er ég búinn að mixa Jóla BO.
  2. Hvað kemur þér í jólaskap?  FM Trölli, með öllum fínu jólalögunum sem aðrar stöðvar gleyma að spila.
  3. Hvað borðar þú á jólunum?  Frekar mikið bara.
  4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót?  Slaka á með elskunni minni og heyra í börnum og öðrum ættingjum.
  5. Ferðu í kirkju um jólin?  Já, Siglufjarðarkirkju.
  6. Hvernig jólatré ertu með?  Eitthvað grænt úr postulíni held ég, sem tengdó bjó til.
  7. Ferðu á brennu um áramótin?  Já, ef það er sæmilegt veður.
Myndir: Kristín Sigujónsdóttir. Textaheimild: Siglfirðingur.is.