Gestur Hansson býr á Siglufirði og við heyrðum í honum skömmu fyrir jól til að taka við hann þetta jólaviðtal. Gestur er fæddur árið 1958 og á stórafmæli á næsta ári. Hann er fæddur og uppalinn á Siglufirði og hefur starfað sem snjóeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands. Hann er einnig þekktur fyrir að vera leiðsögumaður og stofnaði meðal annars fyrirtækið Top mountaineering nú í vor, en þar er boðið uppá báta- og kajakferðir ásamt gönguferðum. Gestur er menntaður vélstjóri en hann brá sér nýlega á skólabekk og stundaði nám við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og lauk námi af Fjallamennskubraut árið 2015. Þá hefur Gestur séð um stundakennslu í útivist í Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Jólaviðtal

1. Hvað finnst þér best við jólin?  Að vera saman með fjölskyldunni. 
2. Hvað kemur þér í jólaskap?  Setja upp jólaseríurnar, hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu, stelast í smákökurnar 
3. Hvað borðar þú á jólunum?  Purusteik og humarsúpu og heimagerður ís.
4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót?  Að fara í sveitina drekka heitt súkkulaði borða smákökur og fara í leiki með börnum og barnabörnum
5. Ferðu í kirkju um jólin?  Já, oftast.
6. Hvernig jólatré ertu með?  Gervi.
7. Ferðu á brennu um áramótin?  Já.