Egill Rögnvaldsson er fæddur og uppalinn á Siglufirði og er símvirki að mennt. Hann hefur verið umsjónarmaður Skíðasvæðisins í Skarðsdal frá árinu 2008 og var valinn úr fjögurra manna hópi umsækjanda og þar á meðal var Gestur Hansson, snjóeftirlitsmaður. Egill var kosinn íþróttamaður Siglufjarðarkaupstaðar árið 1979. Egill var í bæjarráði Fjallabyggðar, fyrir og eftir sameiningu sveitarfélaganna, og bauð sig fram fyrir S-lista Samfylkingar og Jafnaðarmanna. Egill hefur verið framkvæmdastjóri Valló ehf. sem hefur verið rekstraraðili Skíðasvæðisins í Skarðsdal, séð um rekstur knattspyrnuvalla á Siglufirði og leigumiðlun fasteigna. Við heyrðum í Agli skömmu fyrir jól og vildum fá að vita nánar með hans jólahefðir.
Jólaviðtal
1. Hvað finnst þér best við jólin? Að fjölskyldan sé saman yfir jólin.
2. Hvað kemur þér í jólaskap? Ilmurinn af villigæsunum á aðfangadag.
3. Hvað borðar þú á jólunum? Villigæsir, að sjálfsögðu, sem tengdasonurinn veiðir og færir okkur hjónunum.
4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót? Borða góðan mat, lesa úkallsbókina eftir Óttar Sveinsson og horfa á bíó með krökkunum.
5. Ferðu í kirkju um jólin? Ávallt í kirkju á aðfangadag. PS: Siggi má færa messuna aftur til kl. 18:00. Eg hugsa að hann fengi fleiri kirkjugesti.
6. Hvernig jólatré ertu með? Lifandi tré úr Skarðsdalsskógi.
7. Ferðu á brennu um áramótin? Stundum.