Anita Elefsen býr á Siglufirði og er safnstjóri Síldarminjasafns Íslands. Anita hefur meðal annars verið í stjórn Félags um Síldarævintýri og staðið fyrir skipulagningu Síldarævintýris á Siglufirði. Þá hefur hún unnið við markaðssetningu skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar. Anita er sagnfræðingur og með MA próf í Safnafræði. Við heyrðum í Anitu rétt fyrir jólin og fengum innsýn inn í hennar jólahefðir.
Jólaviðtal
1. Hvað finnst þér best við jólin? Að njóta tímans með fjölskyldunni, dunda mér í eldhúsinu, borða góðan mat og taka því rólega. En ég á afmæli annan dag jóla og slæ því tvær flugur í einu höggi yfir jólahátíðina.
2. Hvað kemur þér í jólaskap? Það kemur mér ekkert í meira jólaskap en rétta veðrið! Þegar allt er orðið hvítt, veðrið er stillt og Siglufjörður eins og ljósmynd á póstkorti – þá mega jólin koma!
3. Hvað borðar þú á jólunum? Kalkún og tilheyrandi, eftir uppskrift pabba.
4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót? Að lesa góðar bækur og fara í kirkjugarðinn og tendra ljós hjá pabba og öðrum ástvinum.
2. Hvað kemur þér í jólaskap? Það kemur mér ekkert í meira jólaskap en rétta veðrið! Þegar allt er orðið hvítt, veðrið er stillt og Siglufjörður eins og ljósmynd á póstkorti – þá mega jólin koma!
3. Hvað borðar þú á jólunum? Kalkún og tilheyrandi, eftir uppskrift pabba.
4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót? Að lesa góðar bækur og fara í kirkjugarðinn og tendra ljós hjá pabba og öðrum ástvinum.
5. Ferðu í kirkju um jólin? Nei, ég stend yfirleitt við eldavélina meðan á messu stendur 🙂
6. Hvernig jólatré ertu með? Sígrænt frá Skátunum.
7. Ferðu á brennu um áramótin? Já, ég hef alltaf farið á brennu.
7. Ferðu á brennu um áramótin? Já, ég hef alltaf farið á brennu.