Jólaviðtalið – Aðalheiður Eysteinsdóttir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir er fædd og uppalin á Siglufirði en fluttist á Akureyri árið 1986. Aðalheiður á og rekur vinnustofu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, en húsið keypti hún árið 2011. Alla Sigga, eins og hún er jafnan kölluð er þekkt fyrir sína stóru skúlptúra sem er að finna víða á landinu, meðal annars á Icelandair hótelum, Húsdýragarðinum og víða á Siglufirði. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri á árunum 1989-93. Aðalheiður starfrækti Kompuna, gallerí á Akureyri í 8 ár, tók virkan þátt í uppbyggingu Listagilsins á Akureyri og er einn af stofnenda Verksmiðjunar á Hjalteyri. Aðalheiður hefur haldið fjölmargar einkasýningar frá árinu 1994, samsýningar, gjörninga og kennt listir við Þelamerkurskóla, Brekkuskóla og Háskólann á Akureyri. Við heyrðum í Aðalheiði skömmu fyrir jól til að heyra um hennar jólahefðir.

Jólaviðtal

1. Hvað finnst þér best við jólin?  Samvera með fjöslkyldu og vinum.
2. Hvað kemur þér í jólaskap?  Að útbúa eða kaupa jólagjafir.
3. Hvað borðar þú á jólunum?  Sjávar- og grænmetisrétti.
4. Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót?  Borða góðan mat með góðu fólki, spila og dansa.
5. Ferðu í kirkju um jólin?  Nei.
6. Hvernig jólatré ertu með?  Smíðað blátt tré.
7. Ferðu á brennu um áramótin?  Stundum.
Myndir frá Icelandair hotels.