Greint er frá því á Akureyri.is að starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk dagana 8.-10. og 13.-14. janúar 2014. Gámar verða einnig staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bugðusíðu við leikvöll, Bónus í Naustahverfi og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén.

Tré sem safnast verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.

Texti: Akureyri.is/ Ragnar Hólm.