Salka kvennakór heldur tónleika í Ólafsfjarðarkirkju í dag, 9. desember klukkan 20:30 og miðaverðið verður 2000 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Stjórnandi kórsins er Mathias Spoerry.

Kórinn heldur einnig tónleika í Dalvíkurkirkju klukkan 14:30. Að tónleikunum loknum á Dalvík verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð fyrir gesti í safnaðarheimilinu.

Miðaverð á Dalvík 3000 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri.