Síldarminjasafnið býður íbúum Fjallabyggðar og öðrum gestkomandi á jólatónleika í Bátahúsi Síldarminjasafnsins sunnudagskvöldið 10. desember næstkomandi kl. 20:00.
Þau Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir, Hörður Ingi Kristjánsson og Tinna Hjaltadóttir ætla að flytja úrvals jólalög.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir.
Frábært framtak hjá þessu hæfileikaríku starfsfólki Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn á fésbókinni.