Laugardaginn 2. desember næstkomandi verða haldnir sameiginlegir jólatónleikar Karlakórs Fjallabyggðar og Kvennakórsins Sölku. Kórarnir syngja bæði saman og hvor í sínu lagi falleg jólalög.
Tónleikarnir verða haldnir í Siglufjarðarkirkju og hefjast klukkan 20:00.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. og 1000 kr. fyrir 13 ára og yngri. (enginn posi á staðnum)
Stjórnendur:
Stjórnandi karlakórsins er Edda Björk Jónsdóttir og stjórnandi kvennakórsins er Mathias Spoerry.