Jólasýning í Alþýðuhúsinu

Í dag opnaði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sína árlegu jólasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á sýningunni eru lágmyndir sem Aðalheiður hefur gert að undanförnu í bland við skúlptúra og málverk.
Einnig eru minni skúlptúrar til sýnis og sölu í anddyri hússins.

 

Opnunartími og dagskrá næstu daga:

8. – 14. desember, opið frá kl. 14.00 – 17.00. Opið í anddyri Alþýðuhússins og í Kompunni þar sem smáskúlptúrar eru til sýnis og sölu.

17. desember, opið frá kl. 14.00 – 15.30. Álfan og eyjan – Ferðasögur í tíma og rúmi.
Halldór Friðrik Þorsteinsson les upp úr nýútkominni ferðasögu sinni, Rétt undir sólinni.
Einar Falur Ingólfsson les úr nýútkominni bók sinni Landsýn.