Eldri borgurum í Fjallabyggð var boðið til jólastundar á Síldarminjasafninu í dag. Lesið var uppúr nokkrum nýjum bókum sem hafa tengingu við Siglufjörð og rætt var um jólahefðir fyrri tíma. Þá var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Önnur jólastund verður haldin á morgun á safninu.