Jólamót Tindastóls í júdó

Hið árlega jólamót Tindastóls í júdó verður haldið miðvikudaginn 20. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er innanfélagsmót, einungis fyrir iðkendur Júdódeildar Tindastóls og iðkendur á Hofsósi og Varmahlíð. Þátttökugjald eru 1.000kr og er skráning í mótið á staðnum.  Mótið hefst klukkan 16:30 og eru áætluð mótslok eru upp úr kl. 18:30.

Gestir og aðstandendur eru velkomnir að fylgjast með.