Jólamarkaður í Burstabrekku í Ólafsfirði

Jólamarkaður verður haldinn helgina 23.-25. nóvember í Burstabrekku í Ólafsfirði hjá Hólmfríði Vídalín Arngríms, Bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2019. Á föstudeginum verður opið frá 18:00-21:00,  laugardag og sunnudag frá 13:00-16:00.
Það verður 15% afsláttur af öllum vörum þessa helgi, allt frá bollum í stór verk. Staðsetning vinnustofunnar er um 1 km austan við Olís í Ólafsfirði.