Það verður margt um að vera á Dalvík um næstu helgi, fyrstu helgina í Aðventu.

Laugardagur og sunnudagur:

Jólamarkaður á Skeiði í Svarfaðardal kl. 14:00-17:00.
Markaður í gamla bakaríinu á vegum Adda Sím og Svölu. Opið frá kl. 11:00-17:00.
Markaður í Gimili. Opið frá kl. 11:00-17:00.

Sunnudagur 27. nóvember

Menningarhúsið Berg opnar kl. 14:00 í jólabúningi með aðventu- og jólastemmningu. Kveikt verður á jólatrjám og jólasýning opnar. Handverksmarkaður í anddyrinu frá kl. 14:00-17:00. Kaffihúsið verður með jólasmákökur, heimagert konfekt, heitt súkkulaði og kaffidrykki í jólafötunum.

Salka kvennakór verður með jólatónleika sýna þennan dag kl.15:00 í Dalvíkurkirkju. Á efnisskrá verða innlend og erlend jólalög við íslenska texta. Kórinn býður gestum sínum að þiggja aðventukaffi í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Miðaverð er kr. 2.000.- í forsölu en kr. 2.500.- við innganginn.
Hið árlega jólabingó Hvatar verður í félagsheimilinu Árskógi kl. 13:00. Spjaldið kostar 500 kr. og veglegir vinningar eru í boði. Seldar verða veitingar.
Einnig verður helgistund í Stærri-Árskógskirkju kl. 20:00 og þá verður einnig kveikt á leiðarlýsingu.