Rík hefð er fyrir því að halda árlegt jólakvöld í Ólafsfirði. Í ár verður vegleg dagskrá föstudaginn 9. desember í miðbæ Ólafsfjarðar. Ýmiskonar varningur verður til sölu í Jólahúsunum og í anddyri Tjarnarborgar auk verslana í kring. Kápukórinn fer um svæðið og syngur ljúfa söngva.
Opið verður í Jólahúsi Birnu, Hornbrekkuvegi 7, frá kl. 20-22. Húlladúllan verður með sýningu á Aðalgötunni kl. 20:15 og 20:45.
Eldstæði og sykurpúðar í boði Fjallabyggðar verða á Aðalgötunni.
Slökkvilið Fjallabyggðar kynnir eldvarnir. Jólatónleikar verða í Tjarnarborg frá kl. 21:30 með tónlistarfólki frá Ólafsfirði.
Markaður Rauða krossins verður opinn frá kl. 19-22 í Strandgötu 22.