Jólakvöld í Ólafsfirði í kvöld

Í kvöld, föstudagskvöldið 8. desember verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl.19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunnar gerður að göngugötu.  Ýmis konar varningur verður til sölu í jólahúsum, Pálshúsi, Gallerý Uglu og Smíðakompu Kristínar. Einnig verða Kaffi Klara og Kjörbúðin opin.

Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar verður til sýnis í Pálshúsi. Tónlistarfók kemur fram á svæðinu og húsum í kring.

Lifandi tónlist kl.21:30 í Tjarnarborg.