Jólakvöld í Ólafsfirði í desember

Föstudagskvöldið 7. desember 2018 verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl. 19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunnar gerður af göngugötu.

Ýmis konar varningur verður til sölu í jólahúsunum. Tónlistarfólk kemur fram á svæðinu og einnig verður lifandi jólatónlist og margt margt fleira. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur.