Jólakvöld í Ólafsfirði á föstudaginn

Jólakvöldið í miðbæ Ólafsfjarðar verður haldið föstudaginn 3. desember næstkomandi og hefst kl. 19:00 og lýkur kl. 22:00.

Það helsta á dagskránni er ný og glæsileg jólasveinasýning sem verður í Pálshúsi.  Í gamla Sparisjóðshúsinu verður Skíðafélag Ólafsfjarðar með sýningu og kaffi í tilefni 20 ára afmælis félagins. Kaffi Klara verður með lifandi tónlist.

Utanhúss verður Húlladúllan með sýningu og einnig verður sýndur jóladans. Gallerý Ugla, Smíðakompa Stínu og litlu jólahúsin verða að sjálfsögðu á sínum stað.

Fjöldatakmarkanir eru í gildi, 50 manns í hólfi, og verður talið inn þar sem þess gerist þörf.

Vegna fjöldatakmarkana verður ekki boðið uppá lifandi jólatónlist um kvöldið í Tjarnarborg.

Jólabærinn Ólafsfjörður