Jólabærinn Ólafsfjörður

Jólabærinn Ólafsfjörður skartar sínu fegursta um þessar mundir og árlega jólakvöldið í miðbæ Ólafsfjarðar verður föstudaginn 8. desember og hefst kl. 19:30. Á jólakvöldinu verður m.a. boðið upp á ýmis konar varning til sölu í Jólahúsunum. Lifandi tónlist verður í Tjarnarborg kl. 21:30 og er frítt inn. Í Pálshúsi er hægt að sjá Jólasveinaasfn Egils og einnig í verða Jólaglögg og tertur. Húlla Dúlla verður með atriði. Í gamla bankahúsinu verða ýmsir aðilar með varning.

Anddyri Menningarhússins Tjarnarborgar,  Gallerí Ugla og Smíðakompa Kristínar verða opnar og margt spennandi að sjá. Kaffi Klara verður með jólaplatta og jólaglögg á boðstólum. Jólasveinasýningin Egils verður í Pálshúsi og Kápukórinn fer um svæðið. Þá verður eldstæði og sykurpúðar í miðbænum í boði Fjallabyggðar og margt fleira.

Gæti verið mynd af jólatré og texti