Föstudaginn 9. desember næstkomandi verður haldið jólakvöld í miðbæ Ólafsfjarðar. Það hefst kl. 19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunnar verður að göngugötu. Fjölbreyttur varningur verður til sölu í jólahúsunum, í Pálshúsi, Gallerí Uglu og smíðakompu Kristínar Trampe.

María og Jósef mæta á svæðið með jólalömbin. Kápukórinn verða á röltinu og taka lagið og jólatónlist ómar um svæðið. Nýjung verður í ár en það er köku- og bökukeppni.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að koma með köku eða böku í Pálshús í síðasta lagi kl. 19:00 á föstudaginn.  Vel valdir dómarar á vegum Kvenfélagsins munu svo velja sigurvegara kvöldsins.

Verðlaun í boði Kaffi Klöru ásamt því að kakan/bakan verður í boði á Kaffi Klöru út desember.

12313630_10153520264824342_9117550678799285687_n