Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á ókeypis jólakveðjur hér á vefnum. Einnig munu nokkur jólaviðtöl birtast og mega áhugasamir hafa samband við magnus(hja)hedinsfjordur.is.
Verðum einnig með ljósmyndaleik, en dregið verður úr innsendum myndum af jólalegasta húsinu í Fjallabyggð. Þrjár bestu myndirnar verða birtar á vefnum 23. desember 2022.
Í desember og janúar verður tilboð á auglýsingum á forsíðu. Keypt auglýsing í viku birtist í tvær vikur. Auglýsing keypt í tvær vikur birtist í fjórar vikur eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar hjá Magnúsi.