Jólahlaðborð Sigló hótel aðeins heimsent í ár

Sigló hótel hefur sent frá sér tilkynningu varðandi árlegt jólahlaðborð.
Útaf óviðráðanlegum aðstæðum verður ekkert jólahlaðborð hjá Sigló hótel á þessu ári. Í stað þess verður boðið upp á að taka það besta af jólahlaðborðinu með heim eða til þess að njóta á vinnustaðnum. Þessar ljúfu kræsingar eru afgreiddar á veislubakka tilbúið til þess að njóta.
Eftirfarandi dagsetningar og tímasetningar verða í boði:
Föstudagur 4. des – 12:00-14:00 & 18:00-20:00
Laugardagur 5. des – 18:00-20:00
Föstudagur 11. des – 12:00-14:00 & 18:00-20:00
Laugardagur 12. des – 18:00-20:00
Bókanir þurfa að berast a.m.k. degi fyrir afhendingu í síma 461 7730 eða á info@sigloveitingar.is.
Frekari upplýsingar á Siglohotel.is/jolaveisla