Knattspyrnufélag Fjallabyggðar stendur fyrir jólahappdrætti í ár. Vinningarnir eru 50 talsins og eru þeir hver öðrum glæsilegri.

Heildarverðmæti vinninga er 964.370 krónur. Heildarfjöldi miða er 1500 stykki og dregið verður úr seldum miðum þann 5. desember næstkomandi hjá Sýslumanni Norðurlands eystra.

Gengið verður í hús í Fjallabyggð á næstu dögum og einnig verður hægt að kaupa miða á facebook hjá meðlimum KF

Miðaverð er 2000 kr.

Vitja þarf vinninga í félagsheimili KF á Ólafsfirði fyrir 20. desember 2023.

Hægt er að hafa samband við Hákon Hilmarsson, Gjaldkera KF í síma 857-0466 eða í email kf@kfbolti.is um frekari upplýsingar um útdrátt og vinningsnúmer.

Vinningsskrá: