Jólaball í Ketilási 26. desember og Geirmundur á Sauðárkróki

Það verður haldið jólaball í Ketilási í Fljótum 26. desember kl. 15, og á Sauðárkróki verður sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit á Mælifelli.

Jólaball verður haldið í Árgarði í Skagafirði þriðjudaginn 27. desember og hefst húllumhæið kl. 14:00.

Árlegt jólaball Lionsklúbbsins verður miðvikudaginn 28. desember í sal Frímúrara á Sauðárkróki. Ballið hefst kl. 16:30.

Jólaball í Höfðaborg á Hofsós verður haldið fimmtudaginn 29. desember kl. 14:30. Nú verður dansað í kringum jólatréð!