Jólaaðstoðin í Eyjafirði

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Sótt er um á einum stað hjá jólaaðstoðinni og samstarfsaðilar sameinast um að styðja þá sem þurfa með þátttáöku fyrirtækja og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu.

Hvernig sæki ég um?
Þú hringir í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 dagana 29. nóvember til 3. desember.

Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir umsóknina og koma með upplýsingar á staðgreiðsluyfirliti sem má nálgast hjá skattinum eða sækja með rafrænum skilríkjum.