Jóhann Björn Íþróttmaður Skagafjarðar 2013

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttamaður úr Tindastól, var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2013.  Jóhann er aðeins 18 ára gamall og hefur þegar skipað sér í fremstu röð íslenskra spretthlaupara og var m.a. valinn í landslið Íslands sem keppti í sumar á Norðurlandameistaramóti 19 ára og yngri.  Af afrekum Jóhanns má nefna, að hann setti á árinu nýtt skagfirskt héraðsmet í 200m hlaupi karla innanhúss.

Í öðru sæti í valinu varð knattspyrnukonan Bryndís Rut Haraldsdóttir, sem varði mark íslenska U19-landsliðsins í sumar.

Verðlaunaafhendingin var haldin í Húsi frítímans á Sauðárkróki 27. desember s.l.

20120813181433205

Heimild og mynd: www.tindastoll.is