Jóga í vatni á Sólgörðum í Fljótum

Sunnudaginn 22. júlí kl.  20:00 verður boðið upp á jóga í vatni í sundlauginni á Sólgörðum í Fljótum.  Gerðar verða aðlagaðar jógaæfingar að vatni, slakað á í flotbúnaði og hugleitt í heitum potti í lok tímans. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu.

Sundlaugin verður heit og notaleg, það kostar 3500,- kr. Innifalið í verðinu er aðgangur að lauginni og flotbúnaður sem er notaður í slökuninni. Það er ekki posi á staðnum.

Image may contain: one or more people, pool and outdoor