Jeppi keyrði inn á Ólafsfjarðarvöll og skemmdi grasið

Ökumaður jeppabifreiðar ók inn á Ólafsfjarðarvöll þann 31. mars síðastliðinn og spólaði upp grasið. Töluverðar skemmdir urðu á grasvellinum sem er heimavöllur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Kostnaður vegna skemmdanna liggur ekki fyrir. Haft var samband við Lögregluna vegna málsins.

KF leikur fyrsta heimaleik sinn í 3. deild karla, laugardaginn 19. maí næstkomandi.