Jazztríó heldur tónleika í Berg Menningarhúsi á Dalvík

Jazztríóið Jazz Ensemble Úngút heldur tónleika í Bergi menningarhúsi, fimmtudaginn 30. ágúst næstkomandi kl. 20:30.

Á efnisskrá jazztríósins eru sem fyrr íslensk þjóðlög og sönglög í splunkunýjum og spennandi útsetningum Peter Arnesen píanista og tónskálds. Tríóið er nýkomið úr ferð til Bandaríkjanna og Kanada og er nýr geisladiskur hópsins væntanlegur með haustinu.

Flytjendur eru:

  • Rósa Kristín Baldursdóttir, söngur
  • Einar Sigurðsson, kontrabassi
  • Peter Arnsen, píanó

www.ensemble-ungut.com

Heimild: www.dalvik.is