Játaði að hafa skemmt fjórar kirkjur á Akureyri

Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri í dag, grunaður um skemmdarverk á fjórum kirkjum í bænum í fyrrinótt.
Við skýrslutökur hjá Lögreglunni á Akureyri játaði maðurinn verknaðinn. Hann er talinn hafa verið einn að verki, málið telst upplýst og er maðurinn nú laus úr haldi lögreglu. Kirkjurnar sem skemmdar voru eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hvítasunnukirkja og Kaþólska kirkjan.

15874945_10211211580587007_3149388327267690603_o
Mynd: Svavar Alfreð Jónsson
15874875_10211211580467004_7488517994400778675_o
Mynd: Svavar Alfreð Jónsson