Veðurstofan greinir frá því að jarðskjálfti hafi orðið klukkan 19:22 í gær í Ljósavatnsfjalli u.þ.b. 14 kílómetrum austan Akureyrar. Hann var 3.2 að stærð. Tveir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, annar kl. 19:36  og var hann (1,5 Ml)   hinn kl. 19:46 (2,5 Ml).
Skjálftarnir voru á 6 og 9 kílómetra dýpi og fundust vel á Akureyri. Sjá má upptök skjálftanna á kortinu hér að neðan. Ekki hafa mælst frekari jarðhræringar á svæðinu.

Stórir skjálftar hafa orðið á Norðurlandi á síðustu öld, en árið 1934 var stór skjálfti á Eyjafjarðarsvæðinu nærri Dalvík og olli skemmdum í Hrísey, sá hefur verið nefndur Dalvíkurskjálftinn. Í mars 1963 varð svo annar stór skjálfti sem varð 7,2 á Richter við Siglufjörð og hefur verið nefndur Siglufjarðarskjálftinn, en þá ruggaði víst allt landið. Árið 1976 varð svo stór skjálfti við Kópasker sem mældist um 6 á Richter og olli skemmdum.