Jarðskjálfti uppá 5,2 við Grímsey

Jarðskjálftahrina við Grímsey heldur áfram.  Í dag, 19. febrúar kl. 01:03 varð skjálfti 3,3 að stærð, kl. 02:24 var skjálfti 3,7 og kl. 02:39 var skjálfti 3,5 að stærð við Grímsey. Kl. 03:02 og 03:04 voru tveir skjálftar 4,0 að stærð.

Kl. 05:34 varð skjálfti 4,5 að stærð og kl. 05:38 varð skjálfti 5.2 að stærð og var 14,2 km ANA af Grímsey.  Skjálftar hafa fundist vel á Akureyri, Húsavík og í Grímsey. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.