Jarðskjálfti upp á 4,1 við Grímsey í morgun

Jarðaskjálfti uppá 4,1 var 16,8 km NNA af Grímsey um kl. 7:50 í morgun. Tæplega 30 eftirskjálftar voru eftir það og mældist sá stærsti 3,4 og var sá 14,2 km NNA af Grímsey. Eftirskjálftar hafa verið á bilinu 0,8-1,6.  Skjálftarnir tilheyra svokölluð Tjörnesbrotabelti. Þá hafa 43 skjálftar verið á þessu svæði frá því á föstudag.