Jarðskjálfti upp á 3,8 mældist skammt frá Siglufirði

Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 km Norðaustan af Siglufirði. Um 450 skjálftar hafa mælst þar, sá stærsti 3,8 að stærð í nótt og um 3,6 kl. 06:50 í morgun. Síðan í gærkvöldi hafa mælst tíu skjálftar af stærð 3,0 eða stærri. Stærstu skjálftarnir fundust á Siglufirði og Ólafsfirði. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands.

Kort með staðsetningum jarðskjálfta