Klukkan 01:13 í nótt þann 10. mars varð jarðskjálfti 3,8 að stærð, um 14 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá í svonefndum Eyjafjarðarál þar sem stór skjáflti (5,6) varð í október s.l. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist á Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og á Húsavík.