Jarðskjálftaráðstefna á Húsavík
Jarðskjálftar á Norðurlandi er nafnið á ráðstefnu sem haldin verður á Húsavík dagana 31. maí – 3. júní 2016. Dagskrá ráðstefnunnar og fleiri upplýsingar má finna á heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga; svo og ágrip erindanna. Um 40 erindi verða haldin allt í allt.
Fimmtudaginn 2. júní kl. 14:30 – 18:00 verður opinn fundur þar sem sérfræðingar í rannsóknum og jarðváreftirliti koma til samræðu við fólk í stjórnsýslu og við almenning. Í stuttum erindum verður sagt frá efni og markmiðum ráðstefnunnar.
Í pallborðsumræðum verður almannavarnafólk, sveitastjórnafólk, verkfræðingar og tæknifræðingar í héraði, sérfræðingar á sviði jarðvísinda og jarðskjálftaverkfræði, aðilar í stórframkvæmdum á Norðurlandi og fulltrúar úr heilbrigðis- og samfélagsgeirum.
Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Framsýnar að Garðarsbraut 26, Húsavík.