Jarðskjálftar fundust í Fjallabyggð

Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð 13,5 km. norðaustan af Grímsey í gær, 6. ágúst, kl. 07:19. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 3,2 stig kl. 10:19.

Klukkan 00:35 þann 7. ágúst varð jarðskjálfti af stærð 3,7 um 8 km. norðnorðvestur af Gjögurtá. Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði, Siglufirði og úr Svarfaðardal um að hann hefði fundist þar.

Veðurstofa Íslands greinir  frá þessu.

160807_1515