Jarðsig á veginum við Brimnes í Ólafsfirði
Talsvert sig hefur orðið í veginum við Brimnes í Ólafsfirði, á leið úr bænum í átt að Múlagöngum. Vegurinn hefur sigið þar talsvert og eru vegfarendur beðnir að aka með gát. Hraði hefur verið tekinn niður í 30 km/klst.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Það var Guðmundur Ingi Bjarnason íbúi í Ólafsfirði sem varaði fyrst við þessu og tók myndir á vettvangi á miðvikudaginn síðastliðinn.