Dalvík/Reynir og Knattspyrnufélag Austfjarðar (KFA) mættust á Dalvíkurvelli í 4. umferð Íslandsmótsins í gær. Það var tímamótaleikur fyrir Borja Laguna leikmann D/R, en hann lék sinn 100. leik fyrir félagið í deild og bikar. Hann setti heldur betur svip sinn á leikinn.

Það voru heimamenn sem komust yfir á 27. mínútu þegar Borja Laguna skoraði. Gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir hálfleik með marki frá Marteini Sverrissyni. Jafnt var 1-1 í hálfleik.

Á 70. mínútu gerðu gestirnir tvöfalda skiptingu og skoruðu einnig sitt annað mark, og komust yfir 1-2.

Dalvík/Reynir hélt áfram að skapa sér færi og fengu vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Borja Laguna fór á punktinn og skoraði og jafnaði leikinn 2-2. Hans 50 mark fyrir félagið.

Gestirnir misstu mann útaf fyrir mótmæli og einnig fékk liðstjóri KFA beint rautt spjald í uppbótartíma.

Lokatölur 2-2. Dalvík/Reynir nú ósigrað í síðustu þremur deildarleikjum liðsins.