Jafnaðarmenn í Fjallabyggð verða hluti af þverpólitísku og óháðu framboði

Jafnaðarmenn í Fjallabyggð hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlutu Jafnaðarmenn í Fjallabyggð 25,7% atkvæða og hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Ákvörðun hefur verið tekin um að Jafnaðarmenn verði hluti af þverpólitísku og óháðu framboði í sveitarstjórnarkosningum í vor og verður framboðið kynnt á morgun.