Jaðarsvöllur á Akureyri einn sá besti

Jaðarsvöllur á Akureyri er einn af sjö bestu golfvöllum landsins og sá eini á Norðurlandi sem hlaut tilnefningu. Völlurinn var tilnefndur sem einn af sjö bestu golfvöllum Íslands árið 2015 af World Golf Awards. Besti völlurinn var valinn Hvaleyrarvöllur Keilis í Hafnarfirði. Hann var einnig valinn besti völlurinn hjá golftímaritinu Golf Digest.