Íþróttaskóli KF

Til foreldra barna á íþróttaskólaaldri fædd árið 2004-2007.

Þann 11. júní næstkomandi hefst Íþróttaskóli KF með kröftugu, fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Skólinn verður starfræktur til 8. ágúst og verður því í tæpa tvo mánuði.  Takið eftir að þetta er ekki eingöngu fótboltaskóli, heldur á hver og  einn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Umsjónarmaður skólans verður Hafrún Dögg Hilmarsdóttir. Henni til aðstoðar verða starfsmenn, en fjöldi þeirra fer eftir því hversu margir nemendur verða í skólanum. Það er því mikilvægt fyrir KF að fjöldi skráninga sé á hreinu sem fyrst. Síðasti skráningardagur er föstudaginn 1. júní.

 

Verðskrá Íþróttaskóla KF:

  •  Allt sumarið : 25.000 krónur
  •  Mánaðargjald: 15.000 krónur
  •  Vikugjald: 5.000 krónur

 

Skráning á tölvupósti kf@kfbolti.is og biðjum við foreldra um að kalla póstinn, „skráning í íþróttaskóla – nafn barnsins“. Það sem þarf síðan að koma fram í póstinum er hversu langan tíma barnið ætlar að sækja skólann, nafn foreldra og heimilisfang, fæðingarár og saga um ofnæmi eða aðra sögu barnsins sem foreldrum finnst vert að umsjónarmaður hafi vitneskju um. Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika þá við að hafa samband við Brynjar í síma 898-7093.