Íþróttaskóli Hvatar á Blönduósi hefst 5. september

Íþróttaskóli Hvatar á Blönduósi fyrir krakka í 1. – 4. bekk byrjar mánudaginn 5. september og verður hann fjórum sinnum í viku, mánu- til fimmtudaga frá kl. 14:00 – 15:00. Ólafur S. Benediktsson og Erla Jakobsdóttir sjá um íþóttaskólann í vetur. Íþróttaskólinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e.a.s. boðið er upp á flestar íþróttagreinar, margvíslega leiki og þrautir.

Eysteinn Pétur Lárusson verður með fótboltaæfingar í íþróttaskólanum á þriðju- og fimmtudögum fyrir þá sem vilja. Á sama tíma verður einnig boðið upp á hefðbundna dagskrá í íþróttaskólanum og ekkert auka gjald er fyrir fótboltaæfingarnar.

 

Þátttökugjaldið fram að áramótum er 8.000 kr. en 1.500 kr. afláttur er fyrir systkini (14.500 kr. fyrir tvö börn). Í fyrstu vikunni verða prufutímar án endurgjalds.

Heimild: Húnahornið