Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð opna í hádeginu

Íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð verða opnaðar í hádeginu í dag. Einungis verður opið í ræktinni í Ólafsfirði frá kl. 12:00-19:00. Sundlaug verður lokuð í dag og pottar fram eftir degi.
Sundlaug og rækt á Siglufirði opna kl. 12:00 – 19:45.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð.