Íþróttamaður USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) árið 2013 er Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal. Í öðru sæti varð Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Njarðvík með og í þriðja sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Snæfelli.

Kjör íþróttamanns USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember s.l.

Ísólfur sem keppir fyrir Hestamannafélagið Þyt hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2013 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með frábærum árangri og hlaut Ísólfur titilinn gæðingaknapi ársins 2013 á Uppskeruhátíð hestamanna á landsvísu.

Heimild: www.nordanatt.is