Íþróttamaður Tindastóls 2016

Pétur Rúnar Birgisson var í gærkvöld valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2016.  Pétur átti frábært ár sem körfuknattleiksmaður og er orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins þrátt fyrir ungan aldur.  Pétur hefur undanfarin þrjú keppnistímabil stýrt liði Tindastóls sem leikstjórnandi í ungling-, drengja og meistaraflokki Tindastóls og staðið sig frábærlega í því hlutverki.  Einnig lék Pétur stórt hlutverk með U20 ára landsliðinu á árinu.  Þá á Pétur stóran þátt í því að lið Tindastóls er í efsta sæti Úrvalsdeildarinnar í körfubolta auk þess sem hann var valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar 16. desember síðastliðinn.

Aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns Tindastóls voru:

  • Birna María Sigurðardóttir – Skíði
  • Hrafnhildur Björnsdóttir – Knattspyrna
  • Ingvi Hrannar Ómarsson – Knattspyrna
  • Ísak Óli Traustason – Frjálsar
  • Viktor Darri Magnússon – Júdó

tindastoll2016